Við bjóðum viðhaldsþjónustu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Einnig bjóðum við upp á vef og póst hýsingu, afritun og gagnasamstillingu (synchronization).
Rekstraröryggi tölvukerfisins og gagnaöryggi er lífsnauðsynlegt fyrir hvaða fyrirtæki sem er. Við bjóðum líka fyrirfram greidda þjónustu (einskonar frelsiskort) sem er mjög gott fyrir lítil fyrirtæki. Gildistíminn eru 2 mánuðir. Einnig er hægt að fá mánaðarlega fyrirfram greidda þjónustu í áskrift fyrir meðalstór/stærri fyrirtæki.
Ef þú ætlar að stofna fyrirtæki, eða ert að spá í slíkt, getum við aðstoðað þig/ykkur við uppsetningu og skipulagningu tölvukerfisins fyrir væntanlegt fyrirtæki.
Tilboð í slíkt og fyrsta heimsókn er án kostnaðar.
Hafið samband til að fá frekari upplýsingar.
Verðdæmi: kr. 13.900 - (innifalið eru 2ja tíma þjónusta á staðnum eða 2,5 tímar í fjartengingu).